Dreifing

Atlantsolía hefur 4 olíubíla til dreifingar eldsneytis.

Við afgreiðum á tæki og tanka fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurnes alla virka daga.

Ferðir á Vesturland og Borgarfjörð eru á miðvikudögum, en á Suðurland að Hvolsvelli á fimmtudögum.

 

 

 

 

ÁSKRIFT:

Hægt er að óska eftir föstum áfyllingu með reglulegum hætti t.d daglega, vikulega, mánaðarlega eða eftir því sem hentar þínum rekstri best.

 PANTANIR:

Við tökum við pöntunum fyrir afgreiðslu eldsneytis á tæki og tanka alla virka daga milli kl. 8-17. Pöntun þarf að berast degi fyrir afhendingu. Þessar upplýsingar þarf þegar pantað er:

  • kennitala viðskiptavinar
  • nafn fyrirtækis/viðskiptavinar
  • nafn og símanúmer þess sem pantar
  • afgreiðslustaður
  • eldsneytistegund
  • magn
  • aðrar athugasemdir

 FLÝTIAFGREIÐSLA:

Við afgreiðum olíu á tæki og tanka samdægurs gegn gjaldi.

  • Flýtiafgreiðsla er 5000 kr án vsk.
  • Afgreiðsla utan þjónustutíma er 15.000 án vsk.