Dreifing

Pantanir:

Við tökum við pöntunum fyrir afgreiðslu eldsneytis á tanka og tæki alla virka daga milli kl. 8 – 16 í s. 5913100. Pöntun þarf að berast degi fyrir afhendingu og mikilvægt er að veita eftirfarandi upplýsingar:

  • Kennitala og nafn viðskiptavinar
  • Nafn og símanúmer þess sem pantar
  • Afgreiðslustaður
  • Eldsneytistegund
  • Magn
  • Strikamerkis- eða skráningarnúmer tanks/tækis

 

Afgreiðslugjald:

Lágmarksafgreiðsla pr. tæki/tank er 200 lítrar. Fyrir afgreiðslur undir 200 ltr.  bætist við afgreiðslugjald, 3500 kr. án vsk.

 

Flýtiafgreiðsla:
Samdægurspantanir eru mögulegar á Höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl. 12. Þá bætist við flýtigjald, 5000 kr. án vsk.

Gjald vegna afgreiðslu utan þjónustutíma er 25.000 kr. án vsk.

 

Staðgreiðsla:

Ekki er hægt að staðgreiða með greiðslukorti fyrir afgreiðslu af olíubíl. Hinsvegar er mögulegt að greiða fyrirfram með millifærslu fyrir það magn sem pantað er.

 

Áskrift:

Hægt er að óska etir föstum áfyllingum með reglulegum hætti, t.d. daglega, vikulega eða mánaðarlega.  Áskrift er stofnuð niður á einstök tæki eða tanka. 

 

Dreifbýli:

Við förum reglulegar ferðir á landsbyggðina og fyllum á tanka hjá bændum og verktökum. Hafðu samband til að athuga hvenær við verðum næst á ferðinni hjá þér.


Einhverjar spurningar? Hafðu samband í síma 5913100 eða sendu okkur línu á atlantsolia@atlantsolia.is