Spurt og svarað
Hér finnur þú algengustu fyrirspurnir viðskiptavina okkar.
Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að þá getur þú sent okkur línu á netspjallinu, hringt í þjónustuverið í s. 5913100 eða skutlað á okkur pósti á atlantsolia@atlantsolia.is.

Stutta svarið er nei. Þú getur farið inn á Mínar síður og breytt kortaupplýsingum eða haft samband við þjónustuverið okkar og gefið upp nýja kortanúmerið.
Sólarhringsheimild er hámarksupphæð sem hægt er að taka út á dælulykilinn á sólarhring og velur dælulykilishafi sjálfur sólarhringsheimildina. Henni er svo alltaf hægt að breyta.
Þessi skilaboð koma upp ef greiðslukortinu sem tengt er við lykil hefur verið lokað og kortið endurnýjað. Nýtt kortanúmer endurnýjast ekki sjálfkrafa í dælulyklakerfinu heldur þarf að hafa samband við þjónustuver AO og uppfæra númerið. Þessi skilaboð geta líka komið upp ef dælubyssan er tekin úr slíðrinu áður en lykillinn er borin upp að skynjaranum en dælan þarf alltaf að vera í slíðrinu þegar lykillinn er borin upp að og beðið er eftir heimild.
Mögulega má vera að greiðslukortið sem tengt er dælulyklinum veiti ekki heimild eða kortið hafi verið tilkynnt glatað/lokað. Einnig getur verið að dælubyssan sé ekki nægilega vel í slíðrinu. Það getur líka verið að sólarhringsheimildin á lyklinum sé fullnýtt, þ.e innan við sólarhringur frá síðustu dælingu.
Þessi skjámynd birtist þegar lykill er borin oftar en einu sinni upp að dælu innan sólarhringsins. Hvort sem þú hefur dælt stuttu áður eða ekkert dælt en ert að reyna að fá afgreiðslu á eldsneyti, þarftu að ýta á takkann sem stendur næst ,,dæla aftur“. Ef óskað er eftir kvittun velurðu takkann næst við ,,fá kvittun“. Þessir takkar eru lóðrétt, vinstra megin á skjánum.
Nei, því miður er aðeins hægt að tengja eitt greiðslukort við dælulykilinn, annað hvort debet- eða kreditkort.
Sérkjör FÍB félaga eiga ekki við um maka, aðeins þann sem er skráður í félagið.
Þá skaltu láta loka lyklinum strax, annaðhvort með því að hringja í þjónustver AO (s. 5913100) eða í neyðarnúmer Borgunar s. 5331400 ef dælulykill tapast utan opnunartíma þjónustuvers.
Eins og segir í skilmálum dælulykilsins er hann á ábyrgð eiganda eftir að hann er sendur frá Atlantsolíu. Því er öll notkun á lykli, þar til honum er lokað, á ábyrgð þess sem skráður er fyrir honum og ef um misnotkun er að ræða, þá er það flokkað sem þjófnaður og skal kæra til lögreglu.