Skilmálar

  • Dælulykill er eign Atlantsolíu hf. Dælulykill, þ.m.t úttektir eru á ábyrgð handhafa lykils.

  • Skráður handhafi lykils skuldbindur sig til að greiða að fullu þær úttektir sem gerðar eru með lyklinum.

  • Glati handhafi lyklinum skal hann tilkynna það í neyðarnúmer viðkomandi kortafyrirtækis (Borgun 560-1600/Valitor 525-2000) sem tilgreint er á korti sem afhent er með lyklinum. Handhafi skal, þar til tilkynning berst Borgun eða Valitor bera það tjón sem hann hefur orðið fyrir vegna taps eða þjófnaðar á dælulyklinum.

  • Úttektir gerðar með dælulykli eru innheimtar í gegnum kortareikning handhafa, um úttektir gilda reglur og skilmálar um viðkomandi kort á hverjum tíma.
  • Með samþykki skilmála þessara veitir dælulykilshafi Atlantsolíu heimild til að hafa samband við sig varðandi notkun lykilsins.

  • Atlantsolía áskilur sér rétt til notkunar upplýsinga um handhafa dælulykils, þ.e síma og netfang, til notkunar í markaðs- og kynningarskyni. Handhafi dælulykils getur afskráð sig af þeirri þjónustu óski hann þess.

  • Atlantsolía áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og skulu breytingar á þeim kynntar eigi síðar en 15 dögum áður en breyttir skilmálar taka gildi. Útsending nýrra viðskiptaskilmála í almennum pósti og/eða birting á heimasíðu Atlantsolíu telst nægileg tilkynning.

  • Mál sem rísa út af broti á skilmálum þessum, svo og innheimtumál vegna úttekta með dælulykli er heimilt að reka fyrir Héraðsdómi Reykjaness.