Lykillinn að lægra verði.

Almenningur, einstaklingar

Ekkert PIN - meiri hraði 
Með Dælulykli Atlantsolíu verða eldsneytiskaupin enn einfaldari og hraðvirkari. Einungis þarf að bera lykilinn upp að dælunni sem um leið fer í gang. Þú þarft ekki að taka veskið úr vasanum eða muna eftir PIN-númerinu.

Sjá hvernig Dælulykill virkar - 2,7MB.

Í byrjun þarf að tengja lykilinn við kreditkort, debetkort eða Atlantsolíukort. Ath að ekki er hægt að tengja lykilinn við American Express kort. Hægt er að tengja fleiri en einn dælulykil við sama kortið. Sækja má um lykilinn hér neðar á heimasíðunni en að jafnaði tekur 4 virka daga að fá sendan dælulykil.
Lyklinn er sendur ótengdur til notanda.
 

Athugið að þegar nýtt debet- eða kreditkort er gefið út hjá viðskiptabanka þarf líka að uppfæra þær breytingar á dælulyklinum.

Kortaupplýsingar á dælulykli uppfærast ekki sjálfkrafa.   Breytingar á debet- eða kreditkortum skal tilkynna  til Atlantsolíu í s. 591 3100 eða í tölvupósti  á netfangið  atlantsolia@atlantsolia.is

 

Lægra bensínverð
Dælulykill er ókeypis og engar þóknanir eru tengdar honum. Hann veitir 3 krónur í afslátt auk 12 kr. afslátt á afmælisdegi lykilhafa eða samtals 15 krónur. Lykilinn er í gildi svo framarlega sem greiðslukort notanda er virkt. 
Lykilinn er á ábyrgð eiganda. 
 
Kvittun í tölvupósti
Hægt er að tengja Dælulykillinn við tölvupóstfang þannig að um klukkustund eftir dælingu kemur
sjálfkrafa (pdf) kvittun með tölvupósti.

Tækniupplýsingar
Örsmár örgjörfi, með dulkóða, er í lyklinum sem virkjast þegar hann er borinn að lyklalesara dælunnar. Á sömu stundu er gengið úr skugga um að lykill og kort séu í fullu gildi. Allt tekur þetta örskotsstund og vilji notandi kvittun að dælingu lokinni ber hann lykilinn að dælunni og velur kvittun. Engar upplýsingar eru geymdar í lyklinum um kortnúmer eða viðskiptavin og ekki er hægt að nota lykilinn til annars en að greiða fyrir eldsneyti hjá Atlantsolíu. 

Hámarks úttekt

Hægt er að velja um mismunandi upphæðir til úttektar á sólarhring með dælulyklinum.

Sú lægsta er 5000 kr. og er hægt að velja heimild allt upp í 40 þúsund kr .  Eingöngu er þó skuldfært fyrir þá upphæð sem dælt er á bifreiðina hverju sinni. Sé lykill tengdur við fyrirframgreitt kreditkort þarf að gæta þess að næg inneign sé fyrir hendi miðað við sólarhringsheimild sem lykillinn er skráður fyrir.

Þannig þarf inneign að vera amk. 5000 kr. hafi sólarhringsheimild verið valin 5000 kr.


  
Dælulykil tapast
Tapist lykill skal tilkynna það tafarlaust til  Atlantsolíu í síma 591-3100 virka daga á skrifstofutíma eða neyðarsíma Borgunar í síma 533-1400.

Nánari upplýsingar fást í síma 591-3100.