Vinnur þú ferð í sólina? 30. nóvember 2012

Jólaleikurinn okkar er hafinn og nýir vinningshafar bætast við á hverjum degi. Daglega fær heppinn dælulykilshafi áfyllinguna endurgreidda en það er meira svona í skóinn. Á Þorláksmessu drögum um aðalvinning að verðmæti 300.000 kr. Það er vikuferð til Tenerife fyrir tvo með Ferðaskrifstofunni Vita. Þá verða allar áfyllingar mánaðarins í pottinum. Vinningsferðin er 30. janúar til 6. febrúar og gist verður á Parquede la Paz. Ef ferðin hentar ekki vinningshafa þá verður hún greidd út með gjafabréfi frá Vita.

Fylltu á tankinn með dælulyklinum 1. til 23. desember og hver veit nema sólin sleiki á þér tærnar á þorranum?

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!