Vilyrði fyrir lóð í Stykkishólmi 8. október 2004

Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Stykkishólmi. Um er að ræða lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær dælur en lóðin er staðsett við aðalveginn inn til bæjarins. Í Stykkishólmi búa rúmlega 1.100 manns en að auki er þar mikil umferð ferðamanna að sumarlagi.  Í hönd fer undirbúningsferli til útgáfu byggingaleyfis auk annarra leyfa tengda rekstri eldsneytissölu.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.