Vetrarhlaup Atlantsolíu og FH 2012 9. janúar 2012

Skammt er að bíða þess að fyrsta vetrarhlaup Atlantsolíu og FH fari fram. Alls verða hlaupin þrjú og fara fram síðasta fimmtudag í hverjum mánuði. Þetta er annað árið sem hlaupahópur FH og Atlantsolíu standa fyrir viðburðinum en að jafnaði hafa mætt um 250 hlauparar.
Dagsetningar hlaupa
Öll hlaupin hefjast kl. 19:00 fyrir utan höfuðstöðvar Atlantsolíu að Lónsbraut í Hafnarfirði. Skráning hefst klukkutíma áður. Hlaupnir verða 5 km meðfram strandlengju Hafnarfjarðar í átt að Sundhöll Hafnarfjarðar við Herjólfsgötu. Leiðin sem er hlaupin er flöt og ákjósanleg til bætingar.
Nánar um fyrirkomulagið má finna hér.

1.     Hlaup 26. janúar 2011

2.     Hlaup 23. febrúar 2011

3.     Hlaup 22. mars 2011

Glæsilegt lokahóf fer fram föstudagskvöldið 23. mars að Kaplakrika þar sem fjöldi vinninga(m.a. eldsneyti) verður í boði en dregið eru úr nöfnum þátttakenda sem tekið hafa þátt. Þannig hafa þeir sem taka þátt í öllum hlaupunum mesta vinningsmöguleika.

Myndir af sumarhlaupi Atlantsolíu og FH má finna hér.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!