Vetrarhlaup Atlantsolíu og FH 2012 9. janúar 2012

Skammt er að bíða þess að fyrsta vetrarhlaup Atlantsolíu og FH fari fram. Alls verða hlaupin þrjú og fara fram síðasta fimmtudag í hverjum mánuði. Þetta er annað árið sem hlaupahópur FH og Atlantsolíu standa fyrir viðburðinum en að jafnaði hafa mætt um 250 hlauparar.
Dagsetningar hlaupa
Öll hlaupin hefjast kl. 19:00 fyrir utan höfuðstöðvar Atlantsolíu að Lónsbraut í Hafnarfirði. Skráning hefst klukkutíma áður. Hlaupnir verða 5 km meðfram strandlengju Hafnarfjarðar í átt að Sundhöll Hafnarfjarðar við Herjólfsgötu. Leiðin sem er hlaupin er flöt og ákjósanleg til bætingar.
Nánar um fyrirkomulagið má finna hér.

1.     Hlaup 26. janúar 2011

2.     Hlaup 23. febrúar 2011

3.     Hlaup 22. mars 2011

Glæsilegt lokahóf fer fram föstudagskvöldið 23. mars að Kaplakrika þar sem fjöldi vinninga(m.a. eldsneyti) verður í boði en dregið eru úr nöfnum þátttakenda sem tekið hafa þátt. Þannig hafa þeir sem taka þátt í öllum hlaupunum mesta vinningsmöguleika.

Myndir af sumarhlaupi Atlantsolíu og FH má finna hér.

Annað fréttnæmt

Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar á Selfossi og bætist hún þá við Kaplakrika,Sprengisand og Baldursnes Akureyri en þar gilda ekki afslættir með dælulyklum,bara okkar ódýrasta verð. Við bjóðum Sunnlendinga og nærsveitunga velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina sem kunna vel að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Við höfum skipt úr 95 E5 yfir í 95 E10 sem þýðir um 10% etanól iblöndun í bensínið okkar. Þessi aukning á íblöndun etanóls veldur minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið og því má segja að bensínið okkar sé vistvænna. Allir bensínknúnir bílar frá árinu 2011 geta dælt E10 eldsneytinu en ef þú ert á bíl árgerð 2010 eða eldri mælum við með að þú kynnir þér hvort hægt sé að dæla E10 á bílinn,t.d hér Varðandi notkun á 95 E10 fyrir önnur vélknúin ökutæki og vélar bendum við á upplýsingar frá viðkomandi framleiðanda.
Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.