Vann ferð til Krít 27. maí 2014

Væri ekki æðislegt að fá símtal og vera tilkynnt að þú hafir unnið 10 daga ferð til Krítar fyrir þig og fjölskylduna að andvirði 600.000?? Hann Þórhallur Ólafsson fékk einmitt svoleiðis símtal eftir að nafn hans var dregið út í stóra dælulykilsleiknum okkar. Fyrir viku tók hann bensín með dælulyklinum og þessi happáfylling færði honum ferð í sólina með Ferðaskrifstofunni VITA. Þetta er fyrsta ferðin af þremur í stóra pottinum sem heppinn dælulykilshafi getur unnið en leikurinn er einfaldur, bara að nota lykilinn. Allt um þennan frábæra leik finnurðu hér:www.atlantsolia.is/leikur.

Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Við höfum skipt úr 95 E5 yfir í 95 E10 sem þýðir um 10% etanól iblöndun í bensínið okkar. Þessi aukning á íblöndun etanóls veldur minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið og því má segja að bensínið okkar sé vistvænna. Allir bensínknúnir bílar frá árinu 2011 geta dælt E10 eldsneytinu en ef þú ert á bíl árgerð 2010 eða eldri mælum við með að þú kynnir þér hvort hægt sé að dæla E10 á bílinn,t.d hér Varðandi notkun á 95 E10 fyrir önnur vélknúin ökutæki og vélar bendum við á upplýsingar frá viðkomandi framleiðanda.
Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.