Vann ferð til Krít 27. maí 2014

Væri ekki æðislegt að fá símtal og vera tilkynnt að þú hafir unnið 10 daga ferð til Krítar fyrir þig og fjölskylduna að andvirði 600.000?? Hann Þórhallur Ólafsson fékk einmitt svoleiðis símtal eftir að nafn hans var dregið út í stóra dælulykilsleiknum okkar. Fyrir viku tók hann bensín með dælulyklinum og þessi happáfylling færði honum ferð í sólina með Ferðaskrifstofunni VITA. Þetta er fyrsta ferðin af þremur í stóra pottinum sem heppinn dælulykilshafi getur unnið en leikurinn er einfaldur, bara að nota lykilinn. Allt um þennan frábæra leik finnurðu hér:www.atlantsolia.is/leikur.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!