Vandamál með debetkort Landsbankans leyst 21. nóvember 2017
Uppfært miðvikudaginn 22. nóvember kl. 9.00. Seinnipartinn í gær var vandamálið leyst og á nú kerfið að starfa eðlilega og allir dælulyklar að virka rétt á stöðvum okkar. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þessum óþægindum.
Nú um helgina fór Landsbankinn í endurnýjun á innlána- og greiðslukerfum sínum og í kjölfarið hafa komið upp vandamál við notkun dælulykla sem tengdir eru debetkortum Landsbankans. Viðskiptavinir okkar urðu varir við bilunina á sunnudaginn og vinna Reiknistofa Bankana RB og Landsbankinn að lausn mála. Við bendum viðskiptavinum okkar sem hafa dælulykla sína tengd þessum tilteknu kortum á að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 5913100 eða senda póst á atlantsolia@atlantsolia.is ef óskað er eftir breytingu á greiðslumáta. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum og vonumst að lausn finnist sem fyrst. *Uppfært miðvikudaginn 22. nóvember kl. 9.00. Síðdegis í gær var komist fyrir vandamálið og starfar því kerfið nú eðlilega. Við biðjum aftur viðskiptavini okkar velvirðingar á þessum óþægindum.
Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay
