Vandamál með debetkort Landsbankans leyst 21. nóvember 2017

Uppfært miðvikudaginn 22. nóvember kl. 9.00. Seinnipartinn í gær var vandamálið leyst og á nú kerfið að starfa eðlilega og allir dælulyklar að virka rétt á stöðvum okkar. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þessum óþægindum.

Nú um helgina fór Landsbankinn í endurnýjun á innlána- og greiðslukerfum sínum og í kjölfarið hafa komið upp vandamál við notkun dælulykla sem tengdir eru debetkortum Landsbankans. Viðskiptavinir okkar urðu varir við bilunina á sunnudaginn og vinna Reiknistofa Bankana RB og Landsbankinn að lausn mála. Við bendum viðskiptavinum okkar sem hafa dælulykla sína tengd þessum tilteknu kortum á að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 5913100 eða senda póst á atlantsolia@atlantsolia.is ef óskað er eftir breytingu á greiðslumáta. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum og vonumst að lausn finnist sem fyrst. *Uppfært miðvikudaginn 22. nóvember kl. 9.00. Síðdegis í gær var komist fyrir vandamálið og starfar því kerfið nú eðlilega. Við biðjum aftur viðskiptavini okkar velvirðingar á þessum óþægindum.

Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Við höfum skipt úr 95 E5 yfir í 95 E10 sem þýðir um 10% etanól iblöndun í bensínið okkar. Þessi aukning á íblöndun etanóls veldur minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið og því má segja að bensínið okkar sé vistvænna. Allir bensínknúnir bílar frá árinu 2011 geta dælt E10 eldsneytinu en ef þú ert á bíl árgerð 2010 eða eldri mælum við með að þú kynnir þér hvort hægt sé að dæla E10 á bílinn,t.d hér Varðandi notkun á 95 E10 fyrir önnur vélknúin ökutæki og vélar bendum við á upplýsingar frá viðkomandi framleiðanda.
Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.