Umsjónarfélag einhverfra styrkt 7. nóvember 2006

Í dögunum var Umsjónarfélagi einhverfra afhentur fjárstyrkur sem Atlantsolía hét á þátttakendur í Betra Breiðholtsskokkinu á Breiðholtsdaginn sem haldinn var fyrir nokkru.  Kjörorðið ,,Betra Breiðholt” er tengt öllum verkefnum í Breiðholti sem efla félagsauð í hverfinu eða samstarf og samvinnu íbúa, félaga, stofnana og fyrirtækja.  Hér er um dæmigert félagsauðsverkefni að ræða þar sem fyrirtæki heitir stuðningi við félagasamtök og íbúar hverfisins geta lagt sitt af mörkum með þátttöku sinni til að upphæðin verði sem hæst. Myndi er tekin þegar Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu afhenti Hirti Grétarssyni formanni Umsjónarfélags einhverfra ávísun að upphæð kr. 100.000.- sem nýttir verða til að hefja verkefni á vegum félagsins til að rjúfa einangurn og auka samskipti og félagslega virkni fullorðinna einhverfra einstaklinga.

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Nú fæst okkar ódýrasta eldsneyti á tveimur bensínstöðvum okkar í Reykjavík en nýlega bættist Öskjuhlið í hóp svokallaðra Bensínsprengjustöðva og eru þær því orðnar fimm talsins, í Kaplakrika, Sprengisandi, Baldursnesi Akureyri og á Selfossi.
Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar á Selfossi og bætist hún þá við Kaplakrika,Sprengisand og Baldursnes Akureyri en þar gilda ekki afslættir með dælulyklum,bara okkar ódýrasta verð. Við bjóðum Sunnlendinga og nærsveitunga velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina sem kunna vel að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.