Tveggja mánaða sala á fjórum dögum 7. desember 2003

Frá því nýjasta sölustöð AO við Söluturninn að Kópavogsbraut 115 opnaði í vikunni hefur mikið verið að gera. Þannig hefur selst á fjórum dögum jafn mikið af díselolíu eins og allan október og nóvembermánuð.

Jökull Kristjánsson & Ingibjörg Reynisdóttir eigendur og starfsmenn söluturnsins segja viðskiptavini koma frá öllu höfuðborgarsvæðinu sem og fjölmarga frá Suðurnesjunum. Athyglisverðast þótti þeim þó aðili frá uppsveitum landsins sem á miðvikudag mætti með tunnur á kerru til að fylla á. 

Atlantsolía vill þakka viðskiptavinum fyrir góðar viðtökur.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.