Tveggja mánaða sala á fjórum dögum 7. desember 2003

Frá því nýjasta sölustöð AO við Söluturninn að Kópavogsbraut 115 opnaði í vikunni hefur mikið verið að gera. Þannig hefur selst á fjórum dögum jafn mikið af díselolíu eins og allan október og nóvembermánuð.

Jökull Kristjánsson & Ingibjörg Reynisdóttir eigendur og starfsmenn söluturnsins segja viðskiptavini koma frá öllu höfuðborgarsvæðinu sem og fjölmarga frá Suðurnesjunum. Athyglisverðast þótti þeim þó aðili frá uppsveitum landsins sem á miðvikudag mætti með tunnur á kerru til að fylla á. 

Atlantsolía vill þakka viðskiptavinum fyrir góðar viðtökur.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!