Tilkynning vegna COVID-19 16. mars 2020

Ágæti viðskiptavinur.

Í ljósi fordæmalausra og óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu öllu vegna COVID-19, er skrifstofa og þjónustuver Atlantsolíu lokað á meðan samkomubanni stendur.  Bensínstöðvar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn eins og alltaf en þjónustufulltrúar okkar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.  Við hvetjum viðskiptavini til að nýta rafrænar leiðir til samskipta, í gegnum tölvupóst á atlantsolia@atlantsolia.is,  netspjallið á atlantsolia.is eða senda okkur línu í gegnum Facebook. 

Starfsfólk Atlantsolíu

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.