Stórfelldur hanskaþjófnaður upplýstur 20. febrúar 2013

Fyrir nokkru var stórfelldur hanskaþjófnaður upplýstur á bensínstöð Atlantsolíu á Selfossi. Ekki hefur tekist að handtaka þjófana en í myndskeiði sem náðist af þeim kom í ljós að hópurinn er vel í stakk búinn til þesskonar háttsemi og hefur hann fengið nafnið Svarta gengið. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að sporna við frekari þjófnuðum.

 

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!