Sparaksturskeppnin í dag 22. maí 2012

Alls eru 36 bifreiðar mættar til leiks í Sparaksturskeppni Atlantsolíu og FÍB. Fjöldi díselbíla er óvenju margir að þessu sinni eða 29 og því 7 bensínbílar. Búast má við hörkukeppni en hópnum er skipt í 5 flokka en flestir eru í dísel flokknum 1.600-2.000 rúmsentimetra eða 10 talsins. Ræst verður klukkan 13.30 en Ómar Ragnarsson, fréttamaður mun sjá um það. Eknir verða 143 kílómetrar, austur Mosfellsheiði, um Grafning til Selfoss og þaðan um Þrengslin til Reykjavíkur.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!