Sparaksturskeppnin 2016 - ræsing á morgun 25. ágúst 2016

Sparaksturskeppnin FÍB og Atlantsolíu fer fram á morgun, föstudaginn 26. ágúst og hefst kl 9.00. Það verður Ómar Ragnarsson sem mun ræsa keppendur sem eru 19 talsins frá 4 bílaumboðum. Ekið verður frá Reykjavík, um Hvalfjarðargöng, til Akureyrar samtals rúmlega 380 kílómetra en markmiðið er að komast keppnisleiðina á sem minnstu eldsneytismagni. Hægt er að fylgjast með keppendum í beinni útsendingu þar sem bílarnir eru útbúnir með Arctic Track staðsetningartækjum. Hægt verður að fylgjast með keppendum í beinni útsendingu á  www.fib.is .
 

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Nú fæst okkar ódýrasta eldsneyti á tveimur bensínstöðvum okkar í Reykjavík en nýlega bættist Öskjuhlið í hóp svokallaðra Bensínsprengjustöðva og eru þær því orðnar fimm talsins, í Kaplakrika, Sprengisandi, Baldursnesi Akureyri og á Selfossi.
Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar á Selfossi og bætist hún þá við Kaplakrika,Sprengisand og Baldursnes Akureyri en þar gilda ekki afslættir með dælulyklum,bara okkar ódýrasta verð. Við bjóðum Sunnlendinga og nærsveitunga velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina sem kunna vel að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.