Sparaksturskeppnin 2016 - ræsing á morgun 25. ágúst 2016

Sparaksturskeppnin FÍB og Atlantsolíu fer fram á morgun, föstudaginn 26. ágúst og hefst kl 9.00. Það verður Ómar Ragnarsson sem mun ræsa keppendur sem eru 19 talsins frá 4 bílaumboðum. Ekið verður frá Reykjavík, um Hvalfjarðargöng, til Akureyrar samtals rúmlega 380 kílómetra en markmiðið er að komast keppnisleiðina á sem minnstu eldsneytismagni. Hægt er að fylgjast með keppendum í beinni útsendingu þar sem bílarnir eru útbúnir með Arctic Track staðsetningartækjum. Hægt verður að fylgjast með keppendum í beinni útsendingu á  www.fib.is .
 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.