Sparaksturskeppnin 2013 - hefst á morgun 30. maí 2013

Á morgun klukkan 9.00 munu Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyri ræsa Sparaksturs-keppni FÍB og Atlantsolíu. Í fyrsta sinn verður ekið frá Reykjavík til Akureyrar alls 381 km en áætlað er að fyrsti bíll komi í mark um klukkan 14 á bensínstöð Atlantsolíu á Glerártorgi. Í fyrsta sinn amk í Evrópu fer fram slík keppni í beinni útsendingu en bílarnir verða með Sagasystem ökuritum og hægt að fylgjast með ferðum þeirra á vefsíðunni www.fib.is. Líklegt má telja að sú bifreið sem beri sigur úr bítum komist til Akureyrar á undir 4000 krónum. Þegar í mark er komið til Akureyrar fer fram bílasýning þar sem árangur þeirra verður jafnframt birtur.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.