Sparaksturskeppnin 2013 - hefst á morgun 30. maí 2013

Á morgun klukkan 9.00 munu Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyri ræsa Sparaksturs-keppni FÍB og Atlantsolíu. Í fyrsta sinn verður ekið frá Reykjavík til Akureyrar alls 381 km en áætlað er að fyrsti bíll komi í mark um klukkan 14 á bensínstöð Atlantsolíu á Glerártorgi. Í fyrsta sinn amk í Evrópu fer fram slík keppni í beinni útsendingu en bílarnir verða með Sagasystem ökuritum og hægt að fylgjast með ferðum þeirra á vefsíðunni www.fib.is. Líklegt má telja að sú bifreið sem beri sigur úr bítum komist til Akureyrar á undir 4000 krónum. Þegar í mark er komið til Akureyrar fer fram bílasýning þar sem árangur þeirra verður jafnframt birtur.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!