Sparaksturskeppnin 2012 8. maí 2012

Öll helstu bifreiðaumboð landsins munu taka þátt í Sparaksturskeppninni 2012 sem fram fer þriðjudaginn 22. maí næstkomandi á bensínstöð fyrirtækisins á Bíldshöfða. Þetta er í 7. sinn sem keppnin fer fram en segja má að hún sé jafnframt kynning á nýjustu bifreiðategundunum. Ræst verður stundvíslega klukkan 13.30 og er svæðið opið og allir velkomnir til að fylgjast með. Eknir verða rúmir 140 kílómetrar, sem leið liggur upp Mosfellsdalinn, Grafningin um Þingvallarsveit, framhjá Selfossi og um Þrengslin til Reykjavíkur. Fyrstu bílar koma í mark um klukkan 15.30.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!