Sparaksturskeppnin 2012 8. maí 2012

Öll helstu bifreiðaumboð landsins munu taka þátt í Sparaksturskeppninni 2012 sem fram fer þriðjudaginn 22. maí næstkomandi á bensínstöð fyrirtækisins á Bíldshöfða. Þetta er í 7. sinn sem keppnin fer fram en segja má að hún sé jafnframt kynning á nýjustu bifreiðategundunum. Ræst verður stundvíslega klukkan 13.30 og er svæðið opið og allir velkomnir til að fylgjast með. Eknir verða rúmir 140 kílómetrar, sem leið liggur upp Mosfellsdalinn, Grafningin um Þingvallarsveit, framhjá Selfossi og um Þrengslin til Reykjavíkur. Fyrstu bílar koma í mark um klukkan 15.30.

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Nú fæst okkar ódýrasta eldsneyti á tveimur bensínstöðvum okkar í Reykjavík en nýlega bættist Öskjuhlið í hóp svokallaðra Bensínsprengjustöðva og eru þær því orðnar fimm talsins, í Kaplakrika, Sprengisandi, Baldursnesi Akureyri og á Selfossi.
Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar á Selfossi og bætist hún þá við Kaplakrika,Sprengisand og Baldursnes Akureyri en þar gilda ekki afslættir með dælulyklum,bara okkar ódýrasta verð. Við bjóðum Sunnlendinga og nærsveitunga velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina sem kunna vel að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.