Skóflustunga í Hafnarfirði 18. mars 2006


Samkeppnishæfni Atlantsolíu heldur áfram að vaxa en í dag tók Ingvar Viktorsson formaður FH skóflustungu að bensínstöð sem rísa mun við Kaplakrika í Hafnarfirði. Stöðin verður sú áttunda sem fyrirtækið kemur á laggirnar. Bensínstöðin verður samsíða fótboltavellinu, skammt frá hringtorginu sem þar er. Bensínstöðin verður líkt og aðrar ómönnuð en 6 bílar munu geta tankað þar í einu. Áætlað er að stöðin opni um mitt sumar.  Eftir skóflustunguna var boðið til kaffisamsætis til að fagna áfanganum.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.