Skóflustunga á morgun 16. nóvember 2004

Á morgun miðvikudag kl. 14.00 verður tekin skóflustunga að fyrstu bensínstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Bensínstöðin mun rísa á lóðinni við Bústaðaveg 151 oft kölluð Sprengisandslóð.

Það verður Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem mun setjast upp í 19 tonna hjólaskóflu, taka skóflustungu og um leið hefja framkvæmdir.

 

Áætlað er að bensínstöðin verði tilbúin eftir um þrjá mánuði en framkvæmdir eru í höndum Verktaka Magna. Bensínstöðin verður útbúin tveimur dælum með aðstöðu fyrir fjórar bifreiðar til að taka eldsneyti. Allur búnaður verður af nýjustu gerð. Þannig verða dælur með afsogunarbúnaði sem hindrar loftmengun og uppgufun verður að bensíni.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.