Sjávarútvegssýningin 2005 (1) 10. september 2005

 
Starfsmenn höfðu í nógu að snúast á sjávarútvegssýningunni sem lauk í dag. Á sýningunni var þjónusta fyrirtækisins kynnt auk þess sem allir þeir sem óskuðu eftir viðskiptakorti fengu að snúa lukkuhjóli með von um að fá ýmiskonar vinninga. Nokkrir gestir höfðu á orði að þeir könnuðust við lukkuhjólið en vissu ekki hvar. Það má segja að þetta lukkuhjól hafi verið landsþekkt en fyrir rúmum áratug var það notað í sjónvarpsþátt sem kallaðist Bingó-lottó og Ingvi Hrafn Jónsson stjórnaði. Í þá daga mátti vinna utanlandsferðir, tjaldvagna og húsbúnað svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að fyrir nokkrum misserum var hjólið allt verið endurnýjað af núverandi eigendum, Hátækni, en hjólið hafði verið grafið upp í kjallara Stöðvar 2 og var þá nær ónýtt.  

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Nú fæst okkar ódýrasta eldsneyti á tveimur bensínstöðvum okkar í Reykjavík en nýlega bættist Öskjuhlið í hóp svokallaðra Bensínsprengjustöðva og eru þær því orðnar fimm talsins, í Kaplakrika, Sprengisandi, Baldursnesi Akureyri og á Selfossi.
Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar á Selfossi og bætist hún þá við Kaplakrika,Sprengisand og Baldursnes Akureyri en þar gilda ekki afslættir með dælulyklum,bara okkar ódýrasta verð. Við bjóðum Sunnlendinga og nærsveitunga velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina sem kunna vel að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.