Silfurverðlaun neytenda 2006 17. mars 2006

Atlantsolía lenti í öðru sæti á eftir matvöruversluninni Bónus þegar neytendur greiddu atkvæði til Neytendaverðlaunanna 2006. Að því tilefni fékk Atlantsolía ásamt Iceland Express sérstök hvatningarverðlaun en það síðarnefnda lenti í þriðja sæti. Forráðamenn Atlantsolíu eru stoltir af því að hafa hlotið annað sætið og telja það til marks um stuðning neytenda til handa fyrirtækinu. Að þessu tilefni gaf Guðmundur Kjærnested, einn aðaleiganda Atlantsolíu, Jóhannesi Gunnarssyni formanni Neytendasamtakanna, 15 tommu dælulykil en honum er ætlað að tákna það samkeppnisafl sem Atlantsolía stendur fyrir og neytendur hafa sýnt með því að skipta við fyrirtækið.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!