Silfurverðlaun neytenda 2006 17. mars 2006

Atlantsolía lenti í öðru sæti á eftir matvöruversluninni Bónus þegar neytendur greiddu atkvæði til Neytendaverðlaunanna 2006. Að því tilefni fékk Atlantsolía ásamt Iceland Express sérstök hvatningarverðlaun en það síðarnefnda lenti í þriðja sæti. Forráðamenn Atlantsolíu eru stoltir af því að hafa hlotið annað sætið og telja það til marks um stuðning neytenda til handa fyrirtækinu. Að þessu tilefni gaf Guðmundur Kjærnested, einn aðaleiganda Atlantsolíu, Jóhannesi Gunnarssyni formanni Neytendasamtakanna, 15 tommu dælulykil en honum er ætlað að tákna það samkeppnisafl sem Atlantsolía stendur fyrir og neytendur hafa sýnt með því að skipta við fyrirtækið.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.