Sigurvegari í Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu 13. september 2016

Eldsneytiskostnaður bílsins sem sigraði í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu 2016 reyndist einungis 2.740 krónur á rúmlega 380 km langri keppisleiðinni Reykjavík-Akureyri. Bíllinn er Renault Clio fólksbíll með 1,5 l dísilvél. Hann er fimm manna fólksbíll og eyddi sem svarar 4,02 lítrum á hundraðið. Ökumaður hans var Sigurður Stefánsson og er hann því nýkrýndur Íslandsmeistari í sparakstri.

Ekið var sem leið lá milli Reykjavíkur og Akureyrar alls rúmlega 380 kílómetra með hálftíma viðkomu á miðri leið að Gauksmýri í Húnavatnssýslu. Í sérhverjum keppnisbíl var ökuriti frá Arctic Track sem skráði nákvæmlega allar hreyfingar bílsins meðan á keppni stóð, þar á meðal hraða hans hverju sinni. Fyrir tilstilli búnaðarins mátti fylgjast með sérhverjum keppnisbílanna í beinni útsendingu á Netinu meðan á keppni stóð. Samkvæmt keppnisreglum bar ökumönnum að fara í hvívetna eftir umferðarlögum og -reglum að viðlögðum refsistigum sem umreiknuð eru í auka-eldsneytiseyðslu.

Úrslit keppninnar má finna hér.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!