Sigurvegari Íslensku Ánægjuvogarinnar 2. febrúar 2017

Atlantsolía hlaut hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku Ánægjuvoginni sem kynnt var í dag, með 74,4 stig en í öðru sæti var Nova með 72,1 stig.   Atlantsolía er því ekki einungis sigurvegari í flokki olíufélaga heldur einnig sigurvegari íslensku Ánægjuvogarinnar en mældar eru 6 atvinnugreinar og er þetta 18. árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.  Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir þessa viðurkenningu sérlega ánægjulega: "Við vorum efst 5 ár í röð í flokki olíufélaga þar til í fyrra þegar samkeppnisaðili skákaði okkur. Við tókum þær niðurstöður alvarlega og fórum í margskonar innri breytingar, efldum þjónustustigið, einfölduðum aðgengi viðskiptavina t.d. með nýjungum á heimasíðu og í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem við uppfærðum búnað á stöðvum okkar. Við tökum því við þessari viðurkenningu með miklu stolti og þakklæti til viðskiptavina okkar en lítum um leið á þetta sem áskorun um að gera enn betur."

Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Við höfum skipt úr 95 E5 yfir í 95 E10 sem þýðir um 10% etanól iblöndun í bensínið okkar. Þessi aukning á íblöndun etanóls veldur minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið og því má segja að bensínið okkar sé vistvænna. Allir bensínknúnir bílar frá árinu 2011 geta dælt E10 eldsneytinu en ef þú ert á bíl árgerð 2010 eða eldri mælum við með að þú kynnir þér hvort hægt sé að dæla E10 á bílinn,t.d hér Varðandi notkun á 95 E10 fyrir önnur vélknúin ökutæki og vélar bendum við á upplýsingar frá viðkomandi framleiðanda.
Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.