Sigurvegari Íslensku Ánægjuvogarinnar 2. febrúar 2017
Atlantsolía hlaut hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku Ánægjuvoginni sem kynnt var í dag, með 74,4 stig en í öðru sæti var Nova með 72,1 stig. Atlantsolía er því ekki einungis sigurvegari í flokki olíufélaga heldur einnig sigurvegari íslensku Ánægjuvogarinnar en mældar eru 6 atvinnugreinar og er þetta 18. árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir þessa viðurkenningu sérlega ánægjulega: "Við vorum efst 5 ár í röð í flokki olíufélaga þar til í fyrra þegar samkeppnisaðili skákaði okkur. Við tókum þær niðurstöður alvarlega og fórum í margskonar innri breytingar, efldum þjónustustigið, einfölduðum aðgengi viðskiptavina t.d. með nýjungum á heimasíðu og í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem við uppfærðum búnað á stöðvum okkar. Við tökum því við þessari viðurkenningu með miklu stolti og þakklæti til viðskiptavina okkar en lítum um leið á þetta sem áskorun um að gera enn betur."
Annað fréttnæmt

Vistvænna bensín 95 E10 á öllum dælum!

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay
