Sigraði Græjukeppni BA og AO 14. júní 2012

Atli Hrafn Viggósson, nemi við Háskólann á Bifröst, hafði árangur sem erfiði eftir að hafa ekið úr Borgarfirði til að taka þátt í Græjukeppni Bílaklúbbs Akureyrar og Atlantsolíu á Bíladögum. Hann sigraði keppnina með því að botna græjur bílsins í 145,5 decibil en Citroen bifreið hans er búin 1000 watta JL Audio hátölurum.  Alls tóku 11 keppendur þátt en í öðru sæti með 144,3 db var Tómas Benediktsson, og Atli Signar hafnaði í þriðja sæti með 138,5 db. Til marks um hljóðstyrk sigurvegarans þá er byssuskot og þotugnýr mæld 140 decibil sem jafnframt eru sársaukamörk hljóðhimnunnar og getur valdið varanlegu heyrnartapi eftir nokkrar mínútur.  Eftir að hafa tekið við verðlaununum ók Atli Hrafn til baka. Þetta er í þriðja sinn sem græjukeppnin er haldin í tilefni Bíladaga Akureyrar en dagskráin í dag hófst jafnframt með henni í dag og líkur á sunnudaginn með glæsilegri bílasýningu í Boganum. Nánar um bíladaga má finna á www.ba.is

Á myndinni má sjá Atla Hrafn, taka við 25.000 kr. bensínúttekt og bikar keppninnar úr hendi Huga Hreiðarssonar, markaðsstjóra Atlantsolíu.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.