Síðasti séns 14. nóvember 2005

 
Á næstu dögum munu verða settar nýjar og fullkomnar bensíndælur við bensínstöðina í Kópavogi. Að því verki loknu verða fjórar dælur til taks fyrir viðskiptavini en ekki tvær líkt og nú er. Hinar nýju dælur verða útbúnar þannig að bæði verður hægt að greiða með korti sem og peningum. Þannig geta þeir sem vilja greiða með peningum þrýst á hnapp sem veitir þeim heimild til að greiða inni í bensínstöðinni. Fyrir þá sem vilja upplifa gamla tíma fer því að verða síðasti séns að nota dælurnar.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.