Samkeppnisaðilar afturkalla hækkun 11. október 2004

Á síðustu dögum hafa samkeppnisaðilar afturkallað nokkurra daga gamla verðhækkun sína á bensíni og dísel. Enn á ný nýtur því almenningur góðs af því að nýr aðili er að skjóta rótum á eldsneytismarkaðnum. Með afturkölluninni spara heimili og fyrirtæki umtalsverða fjármuni. Hækkanirnar sem afturkallaðar voru námu 2 kr. á bensíni og 2,5 krónum á dísel. Miðað við það magn sem selt er hér á landi má ætla að vikulegur sparnaður sé um 14 milljónir króna eða um 60 milljónir á mánuði.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.