Salles velur AO 11. desember 2003

Togarinn Salles bættist í viðskiptamannahóp AO þegar skipið lestaði um 150.000 lítrum af skipagasolíu í vikunni. Héðan hélt skipið til rækjuveiða á Flæmska hattinn en það mun síðan landa aflanum annað hvort í Kanada eða Íslandi. Salles er gerður út af íslenskum aðilum og óskar AO þeim velfarnaðar í sinni fyrstu ferð.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.