Ríkiskaup leita tilboða í eldsneyti 14. september 2004

Fyrr í dag opnaði Ríkiskaup tilboð í eldsneyti og olíu fyrir skip og flugvélar sem ætluð eru fyrir Landhelgisgæsluna, Hafrannsóknarstofnun og Flugmálastjórn. Alls nemur eldsneytisþörf þessara aðila tæpum 4 milljónum lítra af brennsluolíu og um 900 þúsund lítrum af flugvélaeldsneyti en hluti magnsins hefur verið tekið erlendis. Í fréttabréfi Ríkiskaupa frá í júlí kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem útboð fyrir þessa kaupendur sé framkvæmt og því hafi fyrirfram verið nokkrar væntingar gagnvart áhuga innlendu olíufélaganna á framtakinu.
Nú er ljóst er að sá áhugi var mikil því auk Atlantsolíu tóku fimm önnur fyrirtæki þátt. Ríkiskaup hafa nú tilboðin til skoðunar en skv. útboðsskilmálum gilda þau í fjórar vikur. Hin nýi samningur mun gilda í tvö ár með möguleikum á tímabundnum framlengingum þó að hámarki 4 ár.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.