Ráðlagt að velja Atlantsolíu 1. janúar 2004

Magnús Hjartarson, leigubílstjóri nr. 70, hjá BSR - Bifreiðastöð Reykjavíkur segir hann ekki velja Atlantsolíu vegna verðsins. ,,Ég versla glaður við Atlantsolíu en það er ekki vegna verðsins og ég tel dagana þangað til þið bjóðið eldsneyti í Reykjavík. Ástæðan er sú að þjónustuaðili minn segir olíuna það mikið betri hjá ykkur að annað megi ég ekki velja. Ég ek á tveggja ára gömlum Mercedes Bens 220e með 140 hestafla dísilvél með beinni innspýtingu. Vélar þessar eru gerðar fyrir betri flokka af dísilolíu og hún virðist fást eingöngu hjá ykkur. Ykkar dísilolía fer betur með spísanna og ég hefði ekki trúað þeim mun sem er að finna á vélinni, hún gengur þíðar, er kraftmeiri og mér sýnist hann eyða minnu í ofanálag. Ég hef hvatt alla bílstjóra á minni stöð til að prófa ykkar eldsneyti og margir eru sammála mér," sagði Magnús að lokum.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.