Ráðherra tekur skóflustungu 17. nóvember 2004

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók nú áðan skóflustungu að fyrstu bensínstöð fyrirtækisins sem rísa mun í Reykjavík. Var skóflustungan tekin með hjólagröfu. Vel tókst til en ráðherra hafði á orði að reynsla frá fyrri tíð í sveitinni hefði hjálpað til við að læra á gröfuna. Á sömu stundu og ráðherra lauk við skóflustunguna hófust framkvæmdir en byrjað er að skipta um jarðveg og grafa fyrir tönkum. Til gaman má geta þess að hjólagröfan sem ráðherra notaði vegur 19 tonn og er af nýjustu gerð frá Caterpillar. Áætlað er að verkið taki um þrjá mánuði í vinnslu.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.