Ráðherra sprengir fyrir bensínstöð 16. febrúar 2006

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sprengdi fyrir bensíntönkum stöðvarinnar við Öskjuhlíð fyrr í dag og hóf þar með formlega framkvæmdir. Alls notaði hann 12 kíló af dýnamíti en áætlað er að um hálft tonn muni fara í alla framkvæmdina. Þegar rutt var frá hrúgunni sem myndaðist komu í ljós gamlar sprengiholur. Eru það leifar frá grjótnámi sem var stundað í hlíðinni í upphafi síðustu aldar en grjót þaðan var notað í höfnina í Reykjavík, í götukanntsteina og uppbyggingu Miklubrautar. Á myndinni má sjá Hjálmar Magnússon og son hans Magnús aðstoða ráðherra við að sprengja. 

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.