Opnað á Egilsstöðum 19. júlí 2013

Í dag opnaði Atlantsolía sjálfsafgreiðslubensínstöð á Egilsstöðum. Þar með er því markmiði félagsins náð að geta þjónustað viðskiptavini á Austfjörðum sem og þeim sem vilja getað farið hringinn í kringum landið á eldsneyti frá fyrirtækinu. Það var bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, Björn Ingimarsson, sem opnaði stöðina formlega með því að fylla á tankinn hjá Kjartani Benediktssyni formanni Björgunarsveitarinnar á Héraði. Segja má að stöðin sé í miðju bæjarfélagsins en hún er staðsett að Fagradalsbraut 15.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.