Nýr valkostur í Kaplakrika - enginn afsláttur - bara okkar lægsta verð! 1. maí 2018

Við kynnum nýjan valkost í eldsneytiskaupum á stöðinni okkar í Kaplakrika í Hafnarfirði.

  • Enginn afsláttur, bara okkar lægsta verð á landinu - skilyrðislaust!
  • Engin meðlimakort eða skráning í sérstök kjör – bara mæta og dæla hvenær sem er enda er opið allan sólarhringinn hjá okkur.

Dælulykilinn virkar alveg eins og áður, á öllum stöðvum Atlantsolíu og með þínum afsláttarkjörum ... nema í Kaplakrika, þar er enginn afsláttur - bara okkar langbesta verð!

Dælulykilishafar geta notað lykilinn sem greiðslumiðil í Kaplakrika og fengið kvittanir í tölvupósti eins og alltaf.

 

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.