Nýr framkvæmdastjóri 13. desember 2004

Nýverið var Geir Sæmundsson ráðinn sem framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Geir starfaði áður hjá Eimskip, fyrst sem forstöðumaður innanlandsþjónustu og síðan sem framkvæmdastjóri Eimskips innanlands og Flytjanda hf. sem síðar sameinaðist undir merkjum Flytjanda hf. Eftir skipulagsbreytingar í ágúst sl. varð Geir framkvæmdastjóri Eimskips innanlands.
Geir lauk B.s. prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 1990 og starfaði hjá Húsameistara ríkisins 1991 til 1992. Hann lauk meistaraprófi í rekstrarverkfræði og framkvæmdafræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago árið 1993. Hann starfaði hjá Íslenskum aðalverktökum frá árunum 1994 til 2000 við ýmis verkefni, stjórnaði meðal annars fyrirtækinu Ísafli ehf. og var um tíma aðstoðarverkefnastjóri við Vatnsfellsvirkjun. Geir er kvæntur Hrafnhildi Björk Baldursdóttur og eiga þau tvo syni og eina dóttur.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.