Neytendaverðlaunin 2007 16. mars 2007

Í gær, 15. mars veittu Neytendasamtökin og Bylgjan Neytendaverðlaunin 2007. Val á fyrirtæki fór fram með netkosningu, þar sem neytendur sjálfir tilgreindu hvaða fyrirtæki þeir teldu vera best að þessum verðlaunum komin. Þau 10 fyrirtæki sem hlutu flestar tilnefningar frá neytendum komust áfram í úrslit. Samtals greiddu rúmlega 7000 neytendur atkvæði í seinni atkvæðagreiðslunni og er það svipuð þátttaka og í fyrra þegar Neytendaverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn.
 
Það fyrirtæki sem hlaut flest atkvæði var verslunin Bónus en í öðru sæti kom Iceland Express og Atlantsolía var í því þriðja.
 
Röð fyrirtækjanna var eftirfarandi:
 
1.     Bónus
2.     Iceland Express
3.     Atlantsolía
4.     Sparisjóðirnir
5.     Krónan
6.-7. Fjarðarkaup
6.-7. Rúmfatalagerinn
8.     IKEA
9.     Office 1
10.   Húsasmiðjan
 
 
Upplýsingar fengnar frá heimasíðu Neytendasamtakana.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.