Morgunblaðið gerir verðsamanburð 7. júní 2004

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins þann 5 júní birtist verðkönnun á eldsneyti á höfuðborgarsvæðinu meðal innflutnings- og söluaðila. Glöggt má sjá að mikil verðmunur og um leið verðsamkeppni ríkir nú á höfuðborgarsvæðinu og því mikilvægt fyrir neytendur að vera vakandi hvar hagstæðustu verðin eru hverju sinni. Þannig munar um 7 krónum hvort bensínið sé keypt þar sem það er ódýrast eða þar sem það er dýrast - hvoru tveggja miðast við sjálfsafgreiðslu. Ef keyptir eru 45 lítrar af bensíni þýðir þessi verðmunur 315 krónur eða rúmir þrír lítrar af bensíni. Fyrir það magn geta algengir fólksbílar ekið rúm 30 kílómetra og því mega bíleigendur leggja á sig smá krók til að nálgast besta verðið. Vilji bíleigandi hins vegar njóta aðstoðar við áfyllingu hækkar þessi verðmunur upp í 12 krónur eða 540 krónur miðað við að tankurinn sé fylltur.

 

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Nú fæst okkar ódýrasta eldsneyti á tveimur bensínstöðvum okkar í Reykjavík en nýlega bættist Öskjuhlið í hóp svokallaðra Bensínsprengjustöðva og eru þær því orðnar fimm talsins, í Kaplakrika, Sprengisandi, Baldursnesi Akureyri og á Selfossi.
Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar á Selfossi og bætist hún þá við Kaplakrika,Sprengisand og Baldursnes Akureyri en þar gilda ekki afslættir með dælulyklum,bara okkar ódýrasta verð. Við bjóðum Sunnlendinga og nærsveitunga velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina sem kunna vel að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.