Lokahóf og verðlaunaafhending 30. mars 2012

Lokahóf og verðlaunaafhending Atlantsolíu/FH hlaupsins fer fram í kvöld 20.00 í hátíðarsal FH Kaplakrika. Að venju er hófið glæsilegt, með góðar veitingar og frábær útdráttarverðlaun. Svo sem páskaegg frá Nóa Siríus, bensínáfyllingar, vörur frá Adidas, Nike, TRI Suðurlandsbraut, 30 manna súkkulaðiterta frá Myllunni, Spibelt - hlaupabelti, Hamborgarafabrikkan - gjafabréf, Zoot sokkar, Fitness pop frá Stjörnusnakk, Gatorade, rækjur og EAS fæðubótarefni.

Hér má finna myndir frá síðasta hlaupi: Atlantsolía.is, Hlaup.is og Guðni hjá Fjarðarpóstinum.

Úrslit má finna hér.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.