Lögreglan og Atlantsolía gefa endurskinsmerki 28. október 2011

Þessa dagana er lögreglan að dreifa umferðarbæklingum og endurskinsmerkjum til allra 6 ára barna á landinu. Atlantsolía er þátttakandi í því verkefni en félagið gefur endurskinsmerki auk þátttöku í öðrum kostnaði. Alls eru það um 4.500 grunnskólabörn á fyrsta ári sem fá bæklinginn og merkið afhent en slíkt hefur verið árviss viðburður síðastliðin 10 ár. Fyrsti bekkurinn til að fá sendinguna góðu var 1. HS í Austurbæjarskóla en þar tók frísklegur hópur nemenda á móti þeim Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu og Guðmundi St. Sigmundssyni lögreglumanni.

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.