Ljós komin á Sprengisandi 10. janúar 2005

Um helgina var lokið við að koma upp ljósabúnaði við bensínstöðina á Sprengisandi. Ljósin koma frá GH ljósaverslun Garðatorgi í Garðabæ og eru samskonar þeim ljósum sem eru á bensínstöðinni í Hafnarfirði. Í dag verða járnabindingamenn í óða önn við að ljúka við uppsetningu á tengikistum fyrir olíudælubúnað auk undirbúnings fyrir jarðskautsnet. Slíkt net eru gerð til að tryggja jarðsamband bifreiðar þegar eldsneytistaka á sér stað. Til gamans má geta þess að í Formúlu 1 má sjá samskonar jarðtengingar en þá eru notaðar járngormar eða fjaðrir sem liggja undir bílunum.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.