Líf og fjör á Paralympic-deginum 25. október 2016

Um síðustu helgi hélt Íþróttasamband fatlaðra Paralympic-daginn þar sem kynntar voru þær íþróttagreinar sem stundaðar eru innan sambandsins og var dagskráinni stýrt af hinum eina sanna Sveppa. Við það tækifæri afhenti Atlantsolía 400.000 króna styrk sem var ágóði styrktardags þar sem hluti af hverjum seldum lítra rann til sambandsins. Það var Hlynur Ragnarsson sölustjóri sem afhenti Sveini Áka Lúðvíkssyni formanni ÍF styrkinn og er honum ætlað að hlúa að ungliðastarfi sambandsins.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.