Kraftur fær góðan stuðning 3. mars 2017

Atlantsolía hefur á undanförnum árum verið einn helsti bakhjarl Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stuðningurinn hefur meðal annars falist í að 2 krónur af hverjum seldum lítra í einn dag hefur runnið til samtakanna. Afrakstur Kraft-dagsins 2017 nam 300.000 krónum og í dag afhenti Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu, Ragnheiði Davíðsdóttur framkvæmdastjóra Krafts styrkinn. Ragnheiður sagði við tilefnið „Svona stuðningur er ómentanlegur og fyrir okkar skjólstæðinga margfaldast þessar krónur en mikill hluti þeirra fer í lækniskostnað og lyfjakaup. Nú eru félagsmenn okkar rétt um 570 og stuðningsverkefnin næg á okkar borðum."

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!