Kraftur fær góðan stuðning 3. mars 2017

Atlantsolía hefur á undanförnum árum verið einn helsti bakhjarl Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stuðningurinn hefur meðal annars falist í að 2 krónur af hverjum seldum lítra í einn dag hefur runnið til samtakanna. Afrakstur Kraft-dagsins 2017 nam 300.000 krónum og í dag afhenti Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu, Ragnheiði Davíðsdóttur framkvæmdastjóra Krafts styrkinn. Ragnheiður sagði við tilefnið „Svona stuðningur er ómentanlegur og fyrir okkar skjólstæðinga margfaldast þessar krónur en mikill hluti þeirra fer í lækniskostnað og lyfjakaup. Nú eru félagsmenn okkar rétt um 570 og stuðningsverkefnin næg á okkar borðum."

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.