Keppendur fuku í mark 13. september 2012

Alls tóku 117 keppendur þátt í afmælishlaupi Atlantsolíu sem fram fór í gær. Veðrið setti nokkuð strik í reikninginn og má segja að þátttakendur hafi fokið í mark.  Hér má sjá nokkrar myndir sem Heiðar Birnir Kristjánsson og Guðni Gíslason tóku. Sigurvegari í kvennaflokki, á tímanum 28:56, var hin landsfræga hlaupakona Fríða Rún Þórðardóttir og sigurvegarinn í karlaflokki var Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson á tímanum 22:57.
Fleiri myndir, sem Guðni Gíslason tók má sjá hér  og einnig hér hjá Hlaupahópi FH. Atlantsolía þakkar keppendum sem og Hlaupahóp FH fyrir frábært síðdegi og góða stemningu.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.