Hvatningarorð til AO 7. desember 2003

AO fær reglulega bréf frá hinum ýmsu áttum. Við birtum hér eitt slíkt sem er lýsandi fyrir mörg þeirra og kemur frá aðila hér á höfuðborgarsvæðinu.

Hæ,

Mig langar að lýsa ánægju með þetta nýja olíufélag og mun ég versla eingöngu við ykkur eftir að þið hefjið sölu á bensíni í Kópavogi sama þótt Orkan lækki einhverja aura niður fyrir ykkur og ég þarf að keyra aðeins lengra til að ná í það. Ég vona að aðrir viðskiptavinir versli við ykkur til að halda alvöru samkeppni! J

Einnig vona ég og treysti því að þið detti ekki niður á sama plan og hin olíufélögin með verðsamráð.

 

Kveðja,

Tilvonandi viðskiptavinur

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.