Hvatningarorð til AO 7. desember 2003

AO fær reglulega bréf frá hinum ýmsu áttum. Við birtum hér eitt slíkt sem er lýsandi fyrir mörg þeirra og kemur frá aðila hér á höfuðborgarsvæðinu.

Hæ,

Mig langar að lýsa ánægju með þetta nýja olíufélag og mun ég versla eingöngu við ykkur eftir að þið hefjið sölu á bensíni í Kópavogi sama þótt Orkan lækki einhverja aura niður fyrir ykkur og ég þarf að keyra aðeins lengra til að ná í það. Ég vona að aðrir viðskiptavinir versli við ykkur til að halda alvöru samkeppni! J

Einnig vona ég og treysti því að þið detti ekki niður á sama plan og hin olíufélögin með verðsamráð.

 

Kveðja,

Tilvonandi viðskiptavinur

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!