Húsgagnahöllin - skóflustunga 25. september 2005


Í dag var tekin skóflustunga að nýrri bensínstöð Atlantsolíu. Bensínstöðin verður staðsett að Bíldshöfða 20 á lóð Húsgagnahallarinnar á mótum Höfðabakka og Bíldshöfða. Í framtíðinni mun bensínstöðin verða eitt helsta samkeppnisafl fyrirtækisins en henni er ætlað að þjóna Grafarvogs- og Grafarholtsbúum ásamt þeim íbúum Mosfellsbæjar sem sækja vinnu til borgarinnar. Það var Dagur B. Eggertsson formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur sem tók skóflustunguna en honum til leiðsagnar var Hilmar Konráðsson framkvæmdastjóri Verktaka Magna. Það er einmitt Verktakar Magna sem sjá munu um verklegar framkvæmdir en áætlað er að þeim ljúki fyrir áramót.  Líkt og við aðrar systurstöðvar verða notaðar sérhannaðar forsteyptar einingar undir beníndælur sem er nýlunda hér á landi. Slíkar forsteyptar einingar hámarka hagkvæmni við byggingarframkvæmdir þar sem ekki þarf að slá upp mótum eða bíða frostleysis til að hægt sé að steypa.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.