Húsgagnahöllin - endasprettur 2. janúar 2006

Nú er hafinn endasprettur vegna opnunar á bensínstöð fyrirtækisins við Húsgagnahöllina í Reykjavík. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrstu fyrirætlanir um stöðina hófust en það var fyrir réttum tveimur árum. Stöðin mun styrkja mikið það samkeppnisafl sem Atlantsolía býr yfir þó enn sé langt í land með að fyrirtækið standi jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum. Á næstu dögum munu fara fram lokatengingar og athuganir á búnaði.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.