Hlaupasería AO & FH - lokahóf föstudagskvöld 23. mars 2011


Á morgun, fimmtudag, verður hlaupið þriðja og síðasta sinn í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH.
Segja má að allir hafi mætt í hlaup nr. 2 þar sem 247 hlauparar mættu samanborið við 245 í fyrsta hlaupinu.
Bestu tímar:
Konur:
Hlaup 1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni: 18,27
Hlaup 2. Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni: 18,49

Úrslit má finna hér og myndir má finna hér.  

Karlar:
Hlaup 1. Jósep Magnússon Fjölni: 16,51
Hlaup 2. Stefán Guðmundsson Team Craft: 16,45

Þess má geta að Jósep hljóp á sama tíma bæði í janúar og febrúar(varð nr.2).

Lokahóf - frábær úrdráttarverðlaun
Á föstudaginn kemur kl. 20.00 verður haldið lokahóf í Kaplakrika. Auk verðlaunaafhendingar mun fjöldi hlaupara fá óvæntan glaðning. Meðal vinninga: eldsneytisúttektir, vörur frá Adidas, gjafabréf frá Afreksvörum, máltíðir á veitingastaði (t.d. American Style og Eldsmiðjunni), páskaegg frá Nóa Sírusi, nokkur gjafabréf fyrir gómsætum, 25 manna, Myllu súkkulaðitertum, gjafabréf á Grandhótel með gistingu, morgunmat og kvöldverði.
A.t.h. aðeins þeir þátttakendur sem eru á staðnum eiga möguleika á úrdráttarverðlaunum.

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!