Hetjur Mæðrastyrksnefndar Kópavogs 22. desember 2005

Forráðamönnum Atlantsolíu var það heiður fyrr í dag að afhenda Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hamborgarahryggi fyrir komandi jólahátíð. Að auki gaf fyrirtækið eldsneyti á bifreið nefndarinnar en fram til þessa hafa þær greitt það úr eigin vasa. Það má segja að nefndina skipi nútíma hetjur samfélagsins því öll þeirra vinna er unnin í sjálfboðastarfi sem spannar frá sálgæslu til þess að útvega mat og klæði fyrir skjólstæðinga.  Á myndinni má sjá hluta af nefndinni, sitjandi frá vinstri: Hulda Guðmundsdóttir, Margrét Scheving formaður, Birna Árnadóttir og Guðlaug Erla Jónsdóttir. Um 40 ár eru síðan Mæðrastyrksnefnd Kópavogs var stofnuð en Margrét hefur jafnframt verið formaður nefndarinnar síðastliðin 6 ár.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.