Hástökkvari ársins 9. maí 2009


Í gær voru tilkynntar niðurstöður um Fyrirtæki ársins 2009 í könnun VR sem framkvæmd var í janúar og febrúar. Í könnuninni hlaut Atlantsolía, titilinn hástökkvari ársins í hópi minni fyrirtækja. Þannig fluttist félagið um rúm 100 sæti á milli ára. Í niðurstöðu VR segir:
Atlantsolía er hástökkvarinn í hópi minni fyrirtækja, var í 191. sæti árið 2008 með 3,38 í einkunn en er núna í 68. sæti með 4,31 í einkunn. Ef litið er á raðeinkunnir má sjá að árið 2008 var heildarraðeinkunn fyrirtækisins 5, þ.e. einungis 5% fyrirtækja voru með lægri eða sömu einkunn og Atlantsolía en 95% með hærri einkunn. Í ár er raðeinkunn Atlantsolíu 77 og hækkar því um 72 stig á milli ára sem er næstmesta hækkun frá því að fyrst var farið að tiltaka sérstaklega hástökkvara í Fyrirtæki ársins árið 2001. Trúverðugleiki stjórnenda hefur aukist mikið, úr 5 í raðeinkunn árið 2008 í 88 í í ár. Starfsandinn fékk falleinkunn hjá starfsmönnum í fyrra eða 3 í raðeinkunn en í ár fær starfsandinn einkunnina 71. Hæsta einkunn fyrirtækisins er fyrir sveigjanleika í vinnu, 92 samanborið við 34 í fyrra.
 
 
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR og Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu.
 
 
Hluti starfsfólks Atlantsolíu, Jóhanna Halldórsdóttir, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, Símon Kjærnested, Hlynur Ragnarsson og Júlía Henningsdóttir.
 
 
 

Annað fréttnæmt

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Lokum fyrr í dag, föstudag - ÁFRAM ÍSLAND!

Við ætlum að drífa okkur heim að horfa á Ísland - Nígería í dag, föstudag og lokum þjónustuverinu og skrifstofunni kl.14:30 en stöðvarnar okkar eru að sjálfsögðu opnar allan sólarhringinn alla daga. Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND!