Hástökkvari ársins 9. maí 2009


Í gær voru tilkynntar niðurstöður um Fyrirtæki ársins 2009 í könnun VR sem framkvæmd var í janúar og febrúar. Í könnuninni hlaut Atlantsolía, titilinn hástökkvari ársins í hópi minni fyrirtækja. Þannig fluttist félagið um rúm 100 sæti á milli ára. Í niðurstöðu VR segir:
Atlantsolía er hástökkvarinn í hópi minni fyrirtækja, var í 191. sæti árið 2008 með 3,38 í einkunn en er núna í 68. sæti með 4,31 í einkunn. Ef litið er á raðeinkunnir má sjá að árið 2008 var heildarraðeinkunn fyrirtækisins 5, þ.e. einungis 5% fyrirtækja voru með lægri eða sömu einkunn og Atlantsolía en 95% með hærri einkunn. Í ár er raðeinkunn Atlantsolíu 77 og hækkar því um 72 stig á milli ára sem er næstmesta hækkun frá því að fyrst var farið að tiltaka sérstaklega hástökkvara í Fyrirtæki ársins árið 2001. Trúverðugleiki stjórnenda hefur aukist mikið, úr 5 í raðeinkunn árið 2008 í 88 í í ár. Starfsandinn fékk falleinkunn hjá starfsmönnum í fyrra eða 3 í raðeinkunn en í ár fær starfsandinn einkunnina 71. Hæsta einkunn fyrirtækisins er fyrir sveigjanleika í vinnu, 92 samanborið við 34 í fyrra.
 
 
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR og Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu.
 
 
Hluti starfsfólks Atlantsolíu, Jóhanna Halldórsdóttir, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, Símon Kjærnested, Hlynur Ragnarsson og Júlía Henningsdóttir.
 
 
 

Annað fréttnæmt

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay

Bilun í uppgjörskerfi Salt Pay. Vegna tæknilegrar bilunar í uppgjörskerfi Salt Pay voru úttektir með dælulyklum og greiðslukortum sem teknar voru á bensínstöðvum okkar 13. maí sl. skuldfærðar í morgun, 17. Júní.
Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Okkar lægsta eldsneytisverð nú einnig á Akureyri!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar við Baldursnes Akureyri og bætist hún þá við Kaplakrika og Sprengisand þar sem engir afslættir gilda, heldur bara okkar langslægsta verð. Við vonum sannarlega að Norðlendingar kunni að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.
Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.