Hafnarfjarðarstöðin eins mánaðar 5. maí 2004

Einn mánuður er nú síðan stöðin í Hafnarfirði opnaði. Líkt og forráðamenn AO bjuggust við var nokkuð um að viðskiptavinir þyrftu aðstoð við notkun sjálfsalanna. Helst hefur borið á að ekki sé fylgt eftir leiðbeiningum á skjá og í framhaldi af því orðið vandræði við dælingu. Í því sambandi er mikilvægt að muna að eftir að greiðslukorti hefur verið stungið inn í rauf að þá þarf að taka það strax aftur út. Slíkt er almenningur óvanur enda aðrir sjálfssalar í landinu með ólíkt kerfi. Með þessu nýja kerfi er ekki hætta á því að sjálfssalinn gleypi kortið þar sem það fer ekki nema til hálfs inn í raufina. Vandræði þessi fara sífellt minnkandi og með fjölgun bensínstöðva AO hverfa þau að lokum.

Annað fréttnæmt

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Okkar lægsta verð líka í Öskjuhlíð

Nú fæst okkar ódýrasta eldsneyti á tveimur bensínstöðvum okkar í Reykjavík en nýlega bættist Öskjuhlið í hóp svokallaðra Bensínsprengjustöðva og eru þær því orðnar fimm talsins, í Kaplakrika, Sprengisandi, Baldursnesi Akureyri og á Selfossi.
Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Bensínsprengjan mætt á Selfoss - okkar lægsta verð á Suðurlandi!

Nú bjóðum við okkar lægsta eldsneytisverð einnig á bensínstöð okkar á Selfossi og bætist hún þá við Kaplakrika,Sprengisand og Baldursnes Akureyri en þar gilda ekki afslættir með dælulyklum,bara okkar ódýrasta verð. Við bjóðum Sunnlendinga og nærsveitunga velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina sem kunna vel að meta þennan valkost í eldsneytiskaupunum enda búbót fyrir neytendur.