Gott að búa í Kópavogi 12. ágúst 2004

Í nýjasta fréttablaði Kópavogspóstsins er fjallað um hversu vel íbúar bæjarins búa gagnvart samkeppni á eldsneytismarkaði. Þar segir meðal annars að hækkanir stóru olíufélaganna um síðustu mánaðamót hafi lítt náð til bæjarins og að þannig greiði Reykvíkingar að jafni 109 krónur fyrir lítrann af 95 oktana bensíni samanborið við fjórar stöðvar í Kópavogi sem bjóða lítrann undir 100 krónum. Blaðamaður tiltekur einnig verð á landsbyggðinni og nefnir að hæstu verð í sjálfsafgreiðslu séu á Hvolsvelli og Seyðisfirði eða 111 krónur. Í lokin er reiknaður út sá sparnaður sem höfuðborgarbúar myndu njóta versluðu þeir allir á bensínstöðvunum með lægsta verðið. Nemur sparnaðurinn um 2 milljónum á dag eða um 14 milljónum á viku.

Annað fréttnæmt

Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Þjónustuver og skrifstofa AO lokar á meðan samkomubanni stendur en bensínstöðvar eru auðvitað opnar sem fyrr. Þjónustufulltrúar svara erindum í síma og rafrænum fyrirspurnum alla virka daga frá kl. 9-16.